fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Perseverance lenti heilu og höldnu á Mars og er búinn að senda fyrstu myndina til jarðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 05:21

Bein útsending var á Piccadilly Circus í Lundúnum frá lendingunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marsbíllinn Perseverance lenti heilu og höldnu á Mars klukkan 20.44 í gærkvöldi að íslenskum tíma en lendingin var ekki staðfest fyrr en 11 mínútum síðar því  það tekur útvarpsmerki 11 mínútur að berast frá Mars til jarðarinnar. Lendingin tókst vel og var mikill léttir í höfuðstöðvum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA þegar fyrstu merkin bárust frá bílnum. Það hefði verið mikið áfall ef eitthvað hefði farið úrskeiðis og lendingin hefði mistekist. Margra ára vinna hefði þá farið forgörðum og um tveir milljarðar dollara sem verkefnið kostaði. Perseverance beið ekki boðanna og sendi fljótlega eftir lendingu fyrstu myndina til jarðar.

Það var Swati Mohan, leiðangursstjóri, sem staðfesti klukkan 20.55 að Perseverance hefði lent heilu og höldnu. Marsbílinn, sem er í raun blanda af bíl og vélmenni, á að reyna að komast að því hvort líf hafi verið á Mars eða sé jafnvel enn til staðar.

Mikil spenna ríkti fyrir lendinguna enda margt sem gat farið úrskeiðis. Geimfarið, sem flutti Perseveranc til Mars, kom að Mars á miklum hraða eða um 20.000 km/klst. Það varð að hægja á ferðinni og fara nánast niður í gönguhraða manns áður en Perseverance var látinn síga niður á yfirborðið.

Þetta er fyrsta myndin sem Perseverance sendi til jarðar. Mynd:NASA

Perseverance er fimmti Marsbíllinn sem lendir á Mars. Sá fyrsti lenti þar 1997 og er það NASA sem hefur sent þá alla til Rauðu plánetunnar. Aðeins 40% af þeim geimförum sem hafa verið send til Mars hafa komist heil á húfi á áfangastað sinn og því ljóst að það er allt annað en auðvelt að senda geimför til plánetunnar.

Perseverance mun aðeins aka á daginn því það er of kalt á nóttunni. Að næturlagi mun bíllinn halda sig við steina og kletta til að rannsaka þá, leita að ummerkjum eftir líf en það verður verkefni bílsins næstu árin.

Hann lenti í Jezero-gígnum en þar er talið að stöðuvatn eða haf hafi eitt sinn verið og því um góðan stað að ræða til að leita að ummerkjum um líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin