fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Eftirlýstur maður gaf sig fram – Þoldi ekki lengur við heima

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 05:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn gaf karlmaður sig fram við lögregluna á Burgess Hill lögreglustöðinni í Sussex á Englandi en hann var eftirlýstur vegna dóms sem hann átti eftir að afplána. Maðurinn sagði lögreglumönnum að hann hefði ekki þolað lengur við heima með sambýlisfólki sínu sem verður að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist bara vilja komast í fangelsið til að geta verið í „ró og næði“ ólíkt því sem væri heima hjá honum.

Sky News skýrir frá þessu. Lögreglan skýrði frá þessu á Twitter. „Ró og næði! Eftirlýstur karlmaður gaf sig fram við okkur í gærkvöldi og sagðist frekar vilja fara aftur í fangelsi en eyða meiri tíma með fólkinu sem hann býr með!“

Niðurstöður breskrar könnunar, sem var birt í október, sýna að 53% Breta höfðu orðið reiðir út í annað fólk sem það þekkir vegna hegðunar þeirra í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Það voru King‘s College í Lundúnum og Ipsos MORI sem  gerðu könnunina. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að tæplega fjórðungur hafði rifist við vini eða ættingja um hegðun þeirra í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Einn af hverjum tólf sagðist ekki lengur tala við ættingja eða vin vegna deilna af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið