fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Segja að Norður-Kórea hafi reynt að stela gögnum frá Pfizer um kórónuveirubóluefnið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 06:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar segja mjög líklegt að norður-kóreskir tölvuþrjótar, sem starfa á vegum einræðisstjórnarinnar, hafi reynt að stela gögnum um bóluefni Pfizer og BioNTech til að selja þau. Suður-kóreska leyniþjónustan skýrði frá þessu á þriðjudaginn.

Yonhap skýrir frá þessu. Ekki kemur fram hvenær reynt var að stela gögnunum eða hvort tölvuþrjótunum hafi tekist að stela þeim. Talsmenn Pfizer í Asíu og Suður-Kóreu hafa ekki tjáð sig um málið.

Ha Taekeung, þingmaður sem á sæti í öryggismálanefnd suður-kóreska þingsins, staðfesti að tilraun hafi verið gerð til að stela þessum gögnum. „Þetta var tilraun til að stela bóluefnatækni og meðferðartækni í tölvuárás og brotist var inn hjá Pfizer,“ sagði hann.

Sérfræðingar telja líklegast að Norður-Kóreumenn hafi reynt að stela þessum gögnum til að selja þau áfram. Ekki sé líklegt að Norður-Kórea hafi ætlað að nota þau til að þróa eigin bóluefni.

Njósnir, sem beinast gegn heilbrigðisyfirvöldum, bóluefnarannsóknum og lyfjaframleiðendum, hafa aukist í heimsfaraldrinum. Á síðasta ári voru norður-kóreskir tölvuþrjótar sakaðir um að hafa brotist inn í tölvur minnst tíu heilbrigðisfyrirtækja og stofnana, þar á meðal Johnson & Johnson og AstraZeneca.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“