fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Finnar fara gegn leiðbeiningum um bólusetningu gegn kórónuveirunni – Vænta þess að bjarga mannslífum með því

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 05:15

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska lyfjastofnunin, EMA, mælir með því að þrjár vikur líði á milli þess sem fólk fær fyrri og síðari skammtinn af bóluefni Pfizerog BioNTech gegn kórónuveirunni. En Finnar hafa ákveðið að fara aðra leið og láta 12 vikur líða á milli skammtanna.

„Við gerum þetta því það er skortur á bóluefnum og á sama tíma sjáum við aukna hættu stafa frá stökkbreytum afbrigðum. Við viljum vernda eins marga og hægt er,“ sagði Hanna Nohynek, yfirlæknir hjá finnska landlæknisembættinu, í samtali við TV2 Norge.

Finnar fara einnig aðrar leiðir með bóluefnin frá Moderna og AstraZeneca og fylgja ekki leiðbeiningum EMA. Nohynek sagðist vel meðvituð um þær leiðbeiningar en sagðist standa fast á sínu, það muni bjarga mannslífum og draga úr smitum. „Við förum ekki bara eftir því sem stendur á miðanum. Við höfum rannsakaða ónæmisfræðina og hvernig bóluefnin virka. Við höfum einnig greint mörg önnur gagnasett. Á þeim grunni getum við ályktað að áhrif fyrsta skammtsins vari miklu, miklu lengur en þrjár vikur,“ sagði hún. Hún sagði jafnframt að áhrif bóluefnanna verði betri ef beðið er með síðari skammtinn því ónæmiskerfi eldra fólks þurfi lengri tíma til að bregðast við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“