„Við gerum þetta því það er skortur á bóluefnum og á sama tíma sjáum við aukna hættu stafa frá stökkbreytum afbrigðum. Við viljum vernda eins marga og hægt er,“ sagði Hanna Nohynek, yfirlæknir hjá finnska landlæknisembættinu, í samtali við TV2 Norge.
Finnar fara einnig aðrar leiðir með bóluefnin frá Moderna og AstraZeneca og fylgja ekki leiðbeiningum EMA. Nohynek sagðist vel meðvituð um þær leiðbeiningar en sagðist standa fast á sínu, það muni bjarga mannslífum og draga úr smitum. „Við förum ekki bara eftir því sem stendur á miðanum. Við höfum rannsakaða ónæmisfræðina og hvernig bóluefnin virka. Við höfum einnig greint mörg önnur gagnasett. Á þeim grunni getum við ályktað að áhrif fyrsta skammtsins vari miklu, miklu lengur en þrjár vikur,“ sagði hún. Hún sagði jafnframt að áhrif bóluefnanna verði betri ef beðið er með síðari skammtinn því ónæmiskerfi eldra fólks þurfi lengri tíma til að bregðast við.