CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrir dómi hafi komið fram að með klækjum og eftirhermum hafi Okeke tekist að hafa 11 milljónir dollara af fyrirtækinu.
Unatrac Holding Limited selur iðnaðarvélar fyrir Caterpillar. Okeke og félagar hans komust yfir innskráningarupplýsingar í tölvukerfi fyrirtækisins með því að lauma spilliforritum inn í tölvukerfin. Í apríl 2018 féll yfirmaður hjá Unatrac fyrir tölvupósti sem þrjótarnir sendu og þannig komust þeir yfir innskráningarupplýsingar. Að þeim fengnum gátu þeir sent beiðnir um peningasendingar en með þeim sendu þeir falsaða reikninga. 11 milljónir dollara voru þannig sendar úr landi á vegum Unatrac.
Okeke sem hafði verið hampað sem lofandi frumkvöðli játaði sakir eftir að hann var handtekinn í júní á síðasta ári þegar hann fór í heimsókn til Bandaríkjanna. Hann hafði vakið svo mikla athygli að hann komst á lista Forbes yfir 30 mest lofandi frumkvöðlana undir þrítugu.