fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Ekkja Larry King ósátt við erfðaskrá hans – Stefnir í dómsmál

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 19:00

Larry King

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttastjórnandinn Larry King lést í janúar. Hann lét eftir sig fimm börn og eiginkonuna Shawn King. Nú eru komnar upp deilur um erfðaskrá Larry en Shawn er sögð mjög ósátt við hana.

Page Six skýrir frá þessu. Fram kemur að rekja megi þessa óánægju til þess að í erfðaskránni ánafnaði Larry börnum sínum fimm hús sitt, sem er nú kannski frekar eins og höll. Húsið er metið á tvær milljónir dollara. Þetta er sögð vera „leynierfðaskrá“ sem birtist skyndilega.

Shawn er ekki í neinum vafa um að Larry hafi verið beittur þrýstingi til að skrifa undir þessa erfðaskrá. „Við vorum með skothelda áætlun um hver ætti að fá húsið. Hún er enn til og er í hinni löglegu erfðaskrá. Ég er viss um að hún muni halda fyrir dómi,“ sagði hún. Hjónin skrifuðu undir hana 2015.

Það flækir málið kannski aðeins að Larry sótti um skilnað frá Shawn 2019 en lést áður en skilnaðurinn komst í gegn. Það gerir málið kannski enn snúnara og undarlegra að Larry ánafnar öllum fimm börnum sínum húsið þrátt fyrir að tvö þeirra, Andy og Chiara, hafi látist á síðasta ári.

Áður en hann lést sagði Larry í samtali við Page Six að þau hjónin væru orðnir góðir vinir á nýjan leik. Af þessum sökum segir Shawn að „leynierfðaskráin,“ hafi komið henni mjög á óvart. Hún segir jafnframt að tvö af börnunum styðji mál hennar.

Ef hún hefur sigur fyrir dómi fær hún um 300.000 dollara í sinn hlut en hún segir að þetta snúist ekki um peninga. „Þetta er prinsipp mál,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans