fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Dularfulla prinsessuhvarfið – Lífsmerki bárust frá henni – Er haldið fanginni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 06:48

Sheikha Latifa prinsessa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur sést til prinsessu Latifa opinberlega í tvö ár. Hún er dóttir Mohammed bin Rashid al-Maktoum, sem er emir í Dubai. En í gær var fjallað um mál Latifa í fréttaskýringaþættinum Panorama á BBC. Þar var sýnt myndband sem sýnir að sögn Latifa. Á upptökunni kemur fram að hún hafi verið numin á brott að skipun föður síns og sé haldið fanginni.

Á upptökunni segir hún að henni sé haldið gegn vilja sínum í víggirtu glæsihýsi og að hún „óttist um líf sitt“.

Mál Latifa vakti heimsathygli 2018 þegar mannréttindasamtök birtu myndband af henni þar sem hún lýsti tilraunum sínum til að flýja frá Dubai þar sem faðir hennar fer með völd. Myndbandið gerði hún sjálf. Hún ók til nágrannaríkisins Oman í febrúar 2018 og sigldi síðan með gúmmíbát út í snekkju sem beið hennar. En flóttinn fékk skjótan enda þegar sérsveitarmenn réðust um borð í snekkjuna fyrir utan strendur Indlands. Latifa var að eigin sögn deyfð og hún flutt aftur til Dubai. Síðan hefur hún ekki sést opinberlega nema einu sinni við undarlegar aðstæður.

Það var í desember 2018 en á birtu stjórnvöld í Dubai myndir af henni með Mary Robinson, sem var þá í forystu fyrir mannréttindastofnun SÞ, til að sýna að allt væri í lagi. En á myndunum virðist Latifa vera undir áhrifum lyfja og málið gerði fátt annað en að skaða orðspor Mary Robinson að því er The New York Times segir.

Latifa prinsessa í nýja myndbandinu. Skjáskot/BBC

 

 

 

 

 

 

Í mars á síðasta ári kvað dómstóll í Lundúnum upp úr um að emírinn í Dubai hefði fyrirskipað brottnám Latifa en það var fyrrum eiginkona hans, Haya prinsessa af Jórdaníu, sem fór með málið fyrir dóm. Lögmenn emírsins höfnuðu þessum fullyrðingum algjörlega.

„Ég er gísl og það er búið að breyta húsinu í fangelsi,“ segir Latifa, sem er 35 ára, í myndbandinu sem BBC birti í gær. Hér er hægt að sjá það.

„Það er búið að byrgja fyrir alla glugga. Ég get ekki opnað einn einasta glugga,“ segir hún einnig.

Hún segist hafa tekið myndbandið upp á farsíma sem var smyglað til hennar í húsið. Upptökurnar gerði hún inni á baðherbergi en það er að sögn eina rými hússins þar sem hún getur læst að sér. Hún segir að lögreglumenn séu bæði inni í húsinu og utan og standi vörð um hana. „Ég vil bara vera frjáls,“ segir hún.

Í desember 2018 sagði utanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna að Latifa væri heima hjá sér, hjá fjölskyldu sinni.

Systir hennar, Shamsa sem er 39 ára, hefur einnig reynt að flýja frá föður sínum. Það reyndi hún þegar hún var 19 ára og var stödd í Lundúnum. En útsendarar furstadæmanna náðu henni eftir nokkra daga og fluttu aftur til Dubai. Útsendararnir eru sagðir hafa neytt hana inn í bíl þar sem þeir deyfðu hana áður en hún var flutt úr landi. Þeir eru sagðir hafa verið vopnaðir.

2019 flúði Haya prinsessa, þáverandi eiginkona emírsins og sú yngsta af eiginkonum hans, til Lundúna með tvö börn þeirra.

Emírinn á 25 börn og er einn af auðugustu mönnum heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist