Kuldi hefur lagst yfir stóra hluta landsins og af þeim sökum hefur þurft að loka mörgum bólusetningarstöðum, þar sem bólusett er gegn kórónuveirunni, og dreifing bóluefna hefur farið úr skorðum. Ekki er reiknað með að ástandið lagist fyrr en um helgina.
Yfirvöld í Texas hafa verið harðlega gagnrýnd af því að raforkukerfi ríkisins annar ekki eftirspurn í þeim mikla kulda sem hefur lagst yfir ríkið. Af þeim sökum eru milljónir manna án rafmagns.
Í Texas, Louisiana, Kentucky og Missouri hafa að minnsta kosti 21 látist af völdum veðursins, beinna eða óbeinna. Í Sugar Land í Texas létust fjórir þegar hús brann eftir að rafmagni sló út.
Joe Biden, forseti, hefur fullvissað ríkisstjóra verstu settu ríkjanna um að alríkisstjórnin sé reiðubúinn til að rétta hjálparhönd á allan hugsanlega hátt.
Sylvester Turner, borgarstjóri í Houston, sagði á fréttamannafundi í gær að 1,3 milljónir borgarbúa séu án rafmagns.
Yfirvöld hafa varað fólk við að nota grill og gasofna innanhúss en viðvörunin var send út eftir að fjöldi fólks leitaði á sjúkrahús eftir að hafa reynt að hita hús sín upp með slíkum tækjum.