fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Varpa hræðileg ummæli í 23 ára bók ljósi á Marilyn Manson hneykslið?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 05:35

Marilyn Manson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1998 kom bókin „The Long Hard Road Out of Hell“ út en þetta er sjálfsævisaga Marilyn Manson. Nú hafa ákveðin skrif hans í bókinni verið rifjuð upp í tengslum við alvarlegar ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur honum um að hann hafi beitt konur ofbeldi af margvíslegum toga.

„Jafnvel þótt ég viti að það sé rangt að taka mannslíf, þá taldi ég ekki að það væri rétt að svipta sjálfan mig möguleikanum á að taka líf annarrar manneskju. Alls ekki þegar það var manneskja sem skipti svo litlu fyrir heiminn og sjálfa sig,“ segir meðal annars í bókinni og segir síðan: „Á þeim tíma var eins og þetta myndi verða mikilvægur lærdómur og reynsla, eins og að missa sveindóminn eða eignast barn.“

Þrátt fyrir að þessi skrif séu rúmlega tveggja áratuga gömul eiga þau kannski betur við núna en áður í kjölfar þeirra ásakana sem hafa verið settar fram á hendur Manson.

Í bókinni segir hann einnig opinskátt frá ýmsum hugsunum sínum eins og að hann hafi í alvöru íhugað að myrða fyrrum ástkonu sína, Nancy að nafni. Fjölmiðlar á borð við PageSix og News.com.au segja að hann lýsi því að hann hafi skipulagt morðið en hafi hætt við kvöldið sem hann ætlaði að myrða hana því þá hafi mikið sírenuvæl glumið. „Ég áttaði mig á þeirri staðreynd að ég hafði sagt mörgum hversu mikið ég hataði hana. Jafnvel besta áætlunin var ekki nægilega góð til að vernda okkur fyrir tilviljunum á borð við lögreglubíla sem áttu leið hjá,“ skrifar hann.

Á öðrum stað í bókinni lýsir hann því að „falleg brúnhærð kona“ hafi hafnað honum og vini hans. Hún hafi ekki viljað líta við þeim. Hann skrifar að hann hafi orðið að ná athygli hennar. Af þeim sökum hafi hann hringt i hana á hverjum degi í tæpan mánuð. Í fyrstu hafi símtölin verið meinlaus en síðan hafi hann farið að hóta henni. „Þú skalt sleppa því að fara úr vinnunni í kvöld því við ætlum að nauðga þér á bílastæðinu og síðan kremja þig undir bílnum þínum,“ segir hann að hann hafi sagt við konuna.

Evan Rachel Wood. Mynd:EPA

Það var leikkonan Evan Rachel Wood sem kom máli Manson af stað þegar hún skrifaði færslu sem vakti mikla athygli. „Ég var heilaþvegin og blekkt til undirgefni. Ég er hætt að lifa í ótta við refsingar, lygar og kúgun. Ég geri þetta til að segja frá þessum hættulega manni og til að fordæma þau fyrirtæki sem hafa samþykkt þennan mann, því hann eyðileggur mörg líf. Ég stend með fórnarlömbunum sem vilja ekki lengur þegja,“ skrifaði hún.

Ekki leið á löngu þar til fleiri konur létu heyra í sér og sökuðu Manson um ofbeldi. Nú hefur að minnsta kosti tugur kvenna stigið fram og plötufyrirtæki hans hefur rift samningnum við hann.

Sjálfur er Manson í felum og hefur lítið tjáð sig um ásakanirnar en sagði þó í upphafi að þær væru ekki réttar. „Líf mitt og list hefur verið segull fyrir deilur en þessar ásakanir í minn garð eru hræðilegar afbakanir á raunveruleikanum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin