fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Jómfrúarfæðing vekur athygli í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 23:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember átti sá fágæti atburður sér stað í Danmörku að jómfrúarfæðing átti sér stað á fæðingardeildinni í Rønne á Borgundarhólmi.  Þar eignaðist Pernille Tove Boldemann, 35 ára, stúlku. Pernille hefur aldrei stundað kynlíf með karlmanni á ævinni en eins og nærri má geta þá hafði hún notið aðstoðar sæðisbanka við að verða barnshafandi.

„Fyrir mig skiptir það miklu máli að það sé maðurinn, sem ég ætla að eyða restinni af lífinu með, sem ég stunda kynlíf með þegar ég geri það í fyrsta sinn,“ hefur B.T. eftir henni en margir danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið að undanförnu.

En það gekk illa að hitta rétta manninn og fólk yngist ekki með árunum og því ákvað Pernille að grípa til sinna ráða, ekki síst þar sem hún hafði gefið deyjandi afa sínum loforð um að hún myndi eignast barn.

„Frá því að ég var 13 ára hef ég vitað að ég myndi verða mamma en ég gat ekki haldið áfram að bíða eftir þeim eina rétta. Svo ég hugsaði með mér að ég hefði ekki þörf fyrir manninn, ég gæti bjargað mér sjálf,“ sagði hún.

Þegar minnst er á jómfrúarfæðingu vekur það eflaust upp hugsanir hjá sumum um tengingu við Biblíuna en í tilfelli Pernille kom heilagur andi ekki við sögu. Hún fékk einfaldlega gjafasæði sem læknar á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn frjóvguðu egg með og komu fyrir í legi hennar. Þetta tókst í fyrstu tilraun og í nóvember eignaðist hún dótturina Emmu.

Gleði Pernille var mikil og hún hafði þar með staðið við loforð sem hún gaf móðurafa sínum áður en hann lést 2017. Þau bjuggu saman og hann átti sér þá ósk að ættin myndi ekki deyja með þeim tveimur. Pernille hafði því lofað honum að hún myndi eignast barn. „Hann hlakkaði til að geta farið út að ganga með barnavagn. Ég er döpur yfir að hann fékk ekki að upplifa það en ég held að hann fylgist með, þaðan sem hann er,“ sagði hún.

Samband Pernille og afa hennar var mjög sérstakt og gott. Hún missti móður sína þegar hún var tveggja ára. Þá flutti hún heim til föður síns en þar voru aðstæðurnar erfiðar og hún var vanrækt. Það var ekki fyrr en móðurafi hennar lét til sín taka og fékk forræði yfir henni sem líf hennar komst í góðan farveg. „Hann var mér bæði móðir og faðir. Hann gaf mér allt og ég sagði líka við hann að það væri þess vegna sem ég kallaði hann móðurafa en ekki bara afa. Af því að hann sá um bæði hlutverkin,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum