fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Jennifer Gates bólusett – Gerði grín að andstæðingum bólusetninga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 06:57

Jennifer Gates í bólusetningu. Mynd:Jennifer Gates/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningasmiðir og andstæðingar bólusetninga hafa lengi haft horn í síðu Bill Gates, stofnanda Microsoft, og telja hann einhverskonar höfuðpaur í samsæri sem gangi út á að lauma örflögum í fólk með því að bólusetja það gegn kórónuveirunni sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Því hefur verið haldið fram að Gates vilji með þessu geta stýrt hugsunum fólks og hreyfingum.

Þetta hefur auðvitað ekki farið fram hjá dóttur hans, Jennifer K. Gates, sem hefur nú verið bólusett gegn veirunni. Hún nýtti tækifærið til að birta mynd af sér á Facebook þar sem hún skýrir frá bólusetningunni og gerir grín að samsæriskenningasmiðum og andstæðingum bólusetninga.

https://www.facebook.com/JenniferKGatesOfficial/posts/761429708139877

„Því miður var bráðsnjall faðir minn ekki græddur í heila minn í gegnum bóluefnið,“ skrifaði hún meðal annars. Með þessum orðum beindi hún spjótum sínum augljóslega að andstæðingum bólusetninga og samsæriskenningasmiðum.

Jennifer stundar læknanám í New York og af þeim sökum stóð henni til boða að verða bólusett. „Ég er þakklát fyrir að bóluefnið mun vernda mig og veita mér öryggi í störfum mínum í framtíðinni,“ skrifaði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga