fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Góðar niðurstöður úr kórónuveirurannsókn í Ísrael – Sýna góða virkni bóluefna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 07:59

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki útilokað að þeir sem hafa verið bólusettir við kórónuveirunni smitist af veirunni en niðurstöður nýrrar ísraelskrar rannsóknar benda til að þeir sem hafa verið bólusettir smiti minna út frá sér en aðrir.

Dpa skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin byggist á 2,897 smituðum Ísraelsmönnum sem höfðu verið bólusettir. Magn kórónuveiru í hálsi og nefi þeirra var mælt. Niðurstaðan var að magnið var fjórum sinnum minna en hjá þeim sem ekki höfðu verið bólusettir.

Dpa hefur eftir Clemens Wendtner, lækni og sérfræðingi á sjúkrahúsi í München, að rannsóknin „gefi tilefni til að vona“. „Bóluefnið BNT162b2 (sem er bóluefnið frá Pfizer og BioNTechinnsk. blaðamanns) veitir ekki aðeins einstaklingsbundna vernd. Það má draga þá ályktun að með nægilega mörgu bólusettu fólki náist ákveðin vernd fyrir fólk í formi hjarðónæmis,“ er haft eftir honum.

Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd. Sýni voru tekin úr fólkinu þegar að minnsta kosti 12 dagar voru liðnir frá bólusetningu. Áður hefur komið fram að magn veirunnar tengist því hversu smitandi hún er. Vísindamennirnir draga því þá ályktun að bóluefnið hafi líklega áhrif á hversu smitandi veiran er. „Minna magn veirunnar bendir til að hún sé minna smitandi en það bætir enn við áhrif bóluefnisins á útbreiðslu veirunnar,“ segja þeir.

Það þarf þó að hafa í huga að rannsóknin hefur ákveðnar takmarkanir. Fyrir það fyrsta þá voru þátttakendurnir ekki valdir af handahófi. Þeir eru allir félagar í Maccabi Healht Service og í hópi 650.000 sjúkratryggðra sem fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech. Að auki var magn veirunnar ekki rannsakað yfir lengra tímabil og ekki var rannsakað hversu marga hver og einn smitaði að meðaltali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“