fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

1977 lagði hann af stað í 9.600 km hjólreiðaferð til að hitta ástina sína – Hér er hann í dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 05:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kannski segja að það sem hér fer á eftir sé eins og tekið út úr ævintýri og sanni að ást við fyrstu sýn er raunverulega til.

Það var 1949 sem Pradyumna Kumar Mahanandia fæddist í bænum Angul á Indlandi. Hann tilheyrði lágstéttinni, það er að segja þeim þjóðfélagshópi sem er neðstur í virðingarstiganum og er álitinn óhreinn á Indlandi. Konan, sem hann varð ástfanginn af, fæddist hins vegar inn í hástéttarfjölskyldu í Svíþjóð. Uppruni þeirra gæti því varla verið ólíkari.

Saga þeirra er ótrúlega falleg og skemmtileg. Þau hafa átt langt og gott líf saman, eiga börn saman og hefur vegnað vel á starfsferlinum. En það er hjólreiðaferð Pradymuna sem gerir sögu þeirra svo sérstaka og fallega.

Ungu hjónin. Mynd:Facebook

Pradyumna var svo ákveðinn í að hitta ástina sína aftur að hann ákvað að hjóla rúmlega 9.600 kílómetra frá Indlandi til Svíþjóðar til að hitta Charlotte á nýjan leik.

Þrátt fyrir að hann hafi tilheyrt neðsta þjóðfélagsþrepinu á Indlandi átti hann góða æsku og ástríka foreldra. Hann gekk í skóla og var við nám, til að bæta lífsskilyrði sín en það lá auðvitað ekki í loftinu að hann myndi hitta Charlotte og flytja til Svíþjóðar.

Ungu hjónin í Svíþjóð. Mynd:Facebook

Þegar Charlotte var 19 ára fór hún í ferð til Indlands til að skoða landið aðeins á meðan hún tók sér hlé frá námi. Hún hafði alltaf verið heilluð af Indlandi. Á ferðalagi sínu um landið heyrði hún af ungum og hæfileikaríkum manni sem gæti teiknað portrett á aðeins tíu mínútum. Í von um að fá fallegt portrett af sér fór hún í listaskólann þar sem maðurinn stundaði nám. Þar hitti hún Pradyumna í fyrsta sinn. Þetta var 17. desember 1975 og segja þau að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. Þau gengu í hjónaband nokkrum vikum síðar en Charlotte þurfti að snúa aftur heim til Svíþjóðar til að hefja nám.

Í sænsku vetrarveðri. Mynd:Facebook

Í eitt ár sendu þau bréf til hvors annars til að halda sambandinu gangandi og vonuðust eftir að geta hist fljótlega. En Pradyumna saknaði hennar svo mikið og var staðráðinn í að heimsækja eiginkonu sína í Svíþjóð. En hann átti ekki fyrir flugmiða en sá það ekki sem neina stóra hindrun og ákvað þess í stað að hjóla frá Indlandi til Svíþjóðar. Þann 22. janúar 1977 lagði hann af stað með nokkrar krónur í vasanum. Hann hjólaði um 70 kílómetra á dag, á gömlum hjólgarmi, og þann 28. maí kom til Borås. Hann hafði þá meðal annars hjólað í gegnum Afganistan, Íran, Júgóslavíu og Þýskaland.

Mynd:Facebook

Gleði ungu hjónanna var að vonum mikil  þegar þau hittust á nýjan leik og þau hafa verið óaðskiljanlega allar götur síðan. Þau gengu aftur í hjónaband í Svíþjóð og eignuðust börn. Pradyumna er listamaður en Charlotte er tónlistarkennari. Þau eru miklir náttúruunnendur og vinna að því að gera heiminn betri en hann er í dag. Þess utan segjast þau vera enn ástfangnari en þau voru fyrir 44 árum.

Hjónin í garðinum. Mynd:Facebook
Með börnunum. Mynd:Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist