fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Pressan

12 ára piltur skaut innbrotsþjóf til bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 07:50

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ára piltur skaut á tvo grímuklædda innbrotsþjófa sem brutust inn á heimili ömmu hans í Goldsboro í Norður-Karólínu aðfaranótt sunnudags. Innbrotsþjófarnir höfðu krafið ömmuna, Linda Ellis 73 ára, um peninga og skutu hana. Lögreglan segir að pilturinn hafi þá skotið á þá í sjálfsvörn og hafi þeir þá flúið af vettvangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Lögreglumenn fundu annan innbrotsþjófinn, Khalil Herring 19 ára, við gatnamót nærri heimili Ellis og var hann með skotsár. Bæði Herring og Ellis voru flutt á sjúkrahús. Þar lést Herring en Ellis er á batavegi.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að niðurstöður frumrannsóknar bendi til að Herring hafi verið annar innbrotsþjófanna. Lögreglan segist ekki reikna með að pilturinn verði kærður. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja endurnefna alþjóðaflugvöllinn eftir Dolly

Vilja endurnefna alþjóðaflugvöllinn eftir Dolly
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist