fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

„Ósýnilegur morðingi“ – Jarðefnaeldsneyti varð 8,7 milljónum manna að bana 2018

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 11:30

Mengunin í London er mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mengun frá raforkuverum, ökutækjum og öðrum tækjum sem nota jarðefnaeldsneyti átti sök á fimmtungi allra dauðsfalla á heimsvísu 2018. Það er loftmengunin frá jarðefnaeldsneytinu sem veldur þessu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að í þeim löndum, þar sem mest er notað af jarðefnaeldsneyti til að knýja verksmiðjur, heimili og ökutæki, látist flestir af völdum loftmengunar. Í Bandaríkjunum og Evrópu var eitt af hverjum tíu dauðsföllum af völdum mengunar. Í austanverðri Asíu var um eitt af hverjum þremur dauðsföllum af völdum mengunar, Kína telst þar með. Í Suður-Ameríku og Afríku var hlutfallið mun lægra.

Þetta er mun hærra hlutfall en áður hafði verið talið og koma rannsakendum á óvart. „Við vorum í fyrstu mjög hikandi þegar við fengum niðurstöðurnar, en við eru sífellt að uppgötva meira og meira um áhrif mengunar,“ er haft eftir Eloise Marais, landfræðingi við University College of London, sem er meðhöfundur rannsóknarinnar.

Fleiri létust af völdum loftmengunar 2018 en af völdum reykinga og malaríu til samans.

Vísindamenn hafa sýnt fram á tengsl á milli loftmengunar, af völdum jarðefnaeldsneytis, og hjartasjúkdóma, öndunarfæraörðugleika og jafnvel blindu. Ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt myndi meðalaldur á heimsvísu hækka um rúmlega eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum