fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

„Ósýnilegur morðingi“ – Jarðefnaeldsneyti varð 8,7 milljónum manna að bana 2018

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 11:30

Mengunin í London er mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mengun frá raforkuverum, ökutækjum og öðrum tækjum sem nota jarðefnaeldsneyti átti sök á fimmtungi allra dauðsfalla á heimsvísu 2018. Það er loftmengunin frá jarðefnaeldsneytinu sem veldur þessu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að í þeim löndum, þar sem mest er notað af jarðefnaeldsneyti til að knýja verksmiðjur, heimili og ökutæki, látist flestir af völdum loftmengunar. Í Bandaríkjunum og Evrópu var eitt af hverjum tíu dauðsföllum af völdum mengunar. Í austanverðri Asíu var um eitt af hverjum þremur dauðsföllum af völdum mengunar, Kína telst þar með. Í Suður-Ameríku og Afríku var hlutfallið mun lægra.

Þetta er mun hærra hlutfall en áður hafði verið talið og koma rannsakendum á óvart. „Við vorum í fyrstu mjög hikandi þegar við fengum niðurstöðurnar, en við eru sífellt að uppgötva meira og meira um áhrif mengunar,“ er haft eftir Eloise Marais, landfræðingi við University College of London, sem er meðhöfundur rannsóknarinnar.

Fleiri létust af völdum loftmengunar 2018 en af völdum reykinga og malaríu til samans.

Vísindamenn hafa sýnt fram á tengsl á milli loftmengunar, af völdum jarðefnaeldsneytis, og hjartasjúkdóma, öndunarfæraörðugleika og jafnvel blindu. Ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt myndi meðalaldur á heimsvísu hækka um rúmlega eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“