Á næsta ári geta ferðamenn fræðst nánar um hvelfinguna sem heitir Global Seed Vault á ensku. Þeir fá þó ekki að valsa um þar innandyra heldur verður sérstakri ferðamannamiðstöð komið upp í Longyearbyen sem er stærsti bærinn á Spitsbergen sem er ein af Svalbarðaeyjunum. Dpa skýrir frá þessu.
Miðstöðin mun heita The Arc. Þar geta áhugasamir ferðamenn skoðað innihald Dómsdagshvelfingarinnar nánar en þar eru aðallega fræ.
Í The Arc verður einnig hluti af Arctic World Archives sem er stafrænn gagnabanki um „arf mannkyns“ en þessi gagnabanki er þannig hannaður að hann á að geta staðið nær allar hörmungar og hamfarir af sér.
Dómsdagshvelfingin er talin vera einn öruggasti staður heims enda á afskekktri eyju á milli Noregs og Grænland og höggvin inn í berg.