News.com.au skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir þessum ótta yfirvalda er að ungt fólk í landinu horfir á kvikmyndir og sjónvarpsefni frá öðrum löndum, til dæmis Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, þrátt fyrir að það sé bannað. Það sama á við um tónlist. Óttast yfirvöld að unga fólkið verði fyrir „slæmum“ áhrifum og vilja auðvelda lögreglunni að koma auga á þegar fólk er með erlendar vörur.
Lögreglan mun sekta þá sem eru með skyggðar rúður og gera þeim að skipta strax um rúður. Ef viðkomandi er tekinn í annað sinn með skyggðar rúður verður lagt hald á bílinn. Sektarupphæðirnar eru ekki háar á íslenskan mælikvarða eða sem nemur um 300 krónum en það er mikið í Norður-Kóreu.
Margir eru ósáttir við bannið og sjá ekki tengingu skyggðra rúða við kapítalisma. „Þeim finnst þetta fáránleg. Lögreglan segir að aðeins þeir sem aðhyllast kapítalisma setji skyggðar rúður í bíla sína,“ hefur Radio Free Asia eftir íbúa í landinu. Annar sagði að bannið sýni vel hversu mikið yfirvöld óttast að missa tökin og þar með völdin yfir almenningi í landinu.