fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Telja að kórónuveiran sé jafnvel að þróast í „kjörútgáfu“ sína

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 07:10

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar til að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hefur náð kjörstigi sínu þróunarlega séð þá má búast við að hún stökkbreytist sífellt segja vísindamenn.

Þau mörgu afbrigði og stökkbreytingar sem við heyrum um þessa dagana geta að mati veirufræðinga verið merki um að veiran sé að laga sig að nýjum hýsli sínum, mönnum. Videnskab skýrir frá þessu.

„Þetta getur verið merki um að veiran hafi ekki náð kjörútgáfu sinni. Á þróunarlegu kjörstigi sínu er veiran í jafnvægi við nýja hýsilinn sinn,“ sagði Allan Randrup Thomsen, prófessor í veirufræði við Kaupmannahafnarháskóla. „Jafnvægi þýðir að veiran á í fullkomnu samspili við hýsilinn og hefur bestu skilyrði til að fjölga sér í frumum líkamans,“ sagði hann einnig.

Kórónuveiran á það sameiginlegt með inflúensuveirum að erfðaefni hennar er ekki úr dna heldur úr rna en rna-veirur eru þekktar fyrir að stökkbreytast mjög auðveldlega. Það eru tilviljanir sem valda stökkbreytingum því mistök verða þegar erfðaefni veirunnar er afritað í frumum líkamans. Sumar af þessum tilviljanakenndum stökkbreytingum veita veirunni þróunarlegt forskot því þær bæta möguleika hennar til að fjölga sér. Forskot getur til dæmis verið hversu smitandi veiran er.

Í upphafi lífs veiru hjá nýjum hýsli myndast allar hugsanlega stökkbreytingar samtímis og keppast um að verða ráðandi. En á einhverjum tímapunkti nær veiran kjörblöndu af stökkbreytingum og róast sagði Troels Kasper Høyer Scheel, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, í samtali við Videnskab. „Margt bendir til að kórónuveiran sé enn að finna kjörform sitt. Í því ferli prófar hún margar stökkbreytingar,“ sagði hann.

Þegar rna-veira nær efsta þróunarstigi sínum verður hún oftast í meira jafnvægi og færri nýjar stökkbreytingar eiga sér stað.

Allan Randrup Thomsen sagðist telja að nokkur ár muni líða þar til kórónuveiran hefur náð kjörþróunarstigi sínu. Á þessum tíma muni ný afbrigði halda áfram að myndast og keppast um að ná ráðandi stöðu. Það getur haft í för með sér að það myndast afbrigði sem við erum ekki ónæm fyrir, jafnvel þótt við höfum smitast eða verið bólusett. Af þessum sökum telur Thomsen ekki útilokað að breyta þurfi bóluefnunum reglulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“