fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Skipbrotsmenn lifðu 33 daga dvöl á eyðieyju af – Kókoshnetur og rottur héldu lífi í þeim

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 20:30

Skipbrotsmennirnir. Mynd:U.S Coast Guard District 7

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska strandgæslan bjargaði á þriðjudaginn þremur Kúbönum sem höfðu hafst við á eyðieyju nærri Bahamas í 33 daga. Fólkið, tveir karlar og ein kona, lifði á kókoshnetum og rottum allan þennan tíma.

Á mánudaginn sáu flugmenn strandgæslunnar, sem voru í eftirlitsflugi, fólkið þar sem það stóð og veifaði heimagerðum fána á eyjunni Anguilla Cay en hún er á milli Flordia Keys og Kúbu. CNN skýrir frá þessu.

„Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þau fóru að þessu. Ég er mjög hissa á hversu góðu ástandi þau voru í,“ sagði Justin Dougherty, lautinant, í samtali við CNN.

Fólkinu hafði hlekkst á í bát sínum en náðu að synda í land á eyjunni þar sem þau biðu björgunar og lifðu á kókoshnetum og rottum.

Strandgæslan kastaði talstöð, mat og vatni niður til þeirra á mánudaginn og á þriðjudaginn var þeim síðan bjargað af eyjunni. Þau voru flutt flugleiðis til Lower Keys Medical Center í Key West á Flórída til læknisrannsókna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni