Þetta segja ónafngreindir heimildarmenn. Rússar hafa ekki komið með neina opinbera skýringu á þessari afstöðu sinni.
Átökin í Sýrlandi brutust út 2011 eftir að mótmæli gegn stjórn Assad voru bæld niður á hrottalegan hátt. Síðan þá hafa rúmlega 380.000 manns látið lífið og milljónir hafa hrakist frá heimilum sínum.
Óteljandi friðarumleitanir SÞ hafa ekki dugað til að binda enda á blóðbaðið.