fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Bill Gates varar við „næstu tveimur hörmungum“ á heimsvísu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 05:31

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur oft verið rifjað upp síðasta árið að árið 2015 sagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, að mannkynið yrði að vera undir það búið að mannskæð veira myndi skjóta upp kollinum og herja á heimsbyggðina. Þetta sagði hann í svokölluðu Ted Talk.

Gates hefur áhyggjur af framtíðinni og segir nú að stærstu ógnirnar sem steðja að mannkyninu í framtíðinni séu loftslagsbreytingarnar og líftæknihryðjuverk. Daily Star skýrir frá þessu.

Fram kemur að Gates hafi rifjað upp það sem hann sagði 2015 í Ted Talk í samtali við Veritasium YouTube-rásina og hafi þá sagt: „Það er ekki góð tilfinning sem fylgir því í tengslum við eitthvað svona að segja: „Ég sagði ykkur þetta.““

„Gæti ég hafa verið meira sannfærandi? Það eru margar öndunarfæraveirur og öðru hvoru mun ein brjótast út. Öndunarfærasjúkdómar eru skelfilegir því þú ert enn að ganga um flugvél eða í strætó eftir að þú sýkist. Ólíkt sumum öðrum sjúkdómum, til dæmis Ebólu, þar sem þú ert eiginlega á sjúkrahúsi allan tímann, þegar veiran er mest smitandi,“ sagði hann.

Hvað varðar ógnir framtíðarinnar sagði hann að loftslagsbreytingarnar væru mikil ógn. „Árlega deyja fleiri vegna þeirra en í þessum faraldri. Lífefnahernaður. Einhver sem vill valda skaða gæti breytt veiru og það þýðir að líkurnar á slíku eru meiri en líkurnar á náttúrulegum faraldri eins og þeim sem nú geisar,“ sagði hann.

Hann sagði jafnframt að við getum ekki komið í veg fyrir faraldra framtíðarinnar en að við getum verið betur undir þá búin en undir þann sem nú geisar „þannig að dánartölurnar komist ekki nærri því sem nú er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans