fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Sjaldgæft tækifæri – ESA leitar að nýjum geimförum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 20:00

Luca Parmitano er einn núverandi geimfara ESA. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki oft sem Evrópska geimferðastofnunin (ESA) auglýsir eftir geimförum til starfa en nú er kominn tími til að endurnýja í hópi geimfara stofnunarinnar. Síðast var auglýst eftir geimförum fyrir 13 árum en nú er leitað að fjórum nýjum til starfa.

Umsóknarferlið hefst 31. mars segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. „Evrópa tekur sæti sitt í hjarta geimrannsókna. Til að komast lengra en við höfum náð fram að þessu þurfum við að víkka sjóndeildarhring okkar enn frekar,“ er haft eftir Jan Wörner, forstjóra ESA, í fréttatilkynningunni.

Þegar síðast var auglýst eftir geimförum, 2008, sóttu 8.500 um en sex voru valdir. Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði náttúrufræði eða tæknigreina en þetta eru ansi breið svið og því margir sem geta komið til greina, allt frá verkfræðingum til lækna og flugmanna. ESB hvetur konur sérstaklega til að sækja um.

Skila þarf inn umsóknum í síðasta lagi 28. maí í gegnum heimasíðu ESA. Reiknað er með að búið verði að velja nýju geimfarana í október 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni