Franfurter Allgemeine skýrir frá þessu.
Allir íbúar dvalarheimilisins og starfsfólkið er komið í sóttkví sem og ættingjar íbúanna. Þau smituðu hafa ekki sýnt nein einkenni smits eða mjög mild einkenni. Burkhard Ripenhoff, talsmaður heilbrigðisyfirvalda, sagði að það megi hugsanlega skýra með að búið er að bólusetja fólkið.
Søren Riis Paludan, prófessor við líflæknisfræðideild Árósaháskóla, sagði í samtali við TV2 að þetta væri rétt hjá Ripenhoff. „Þetta sýnir einmitt að bóluefnið virkaði. Án þess hefði fólkið líklega orðið mjög veikt. Falleg saga,“ sagði hann.
Eugen Brysch, formaður þýsku stofnunarinnar sem gætir hagsmuna sjúklinga, segir að það verði sífellt ljósara að bólusett fólk sé ekki ónæmt fyrir veirunni og að það geti smitað út frá sér en að bólusetningin þýði að fólk sleppi frekar við erfið veikindi. „Þetta er ekki endilega hræðileg sviðsmynd, þetta þýðir að við getum lifað með veirunni,“ sagði hann að sögn Frankfurter Allgemeine.