Newsweek skýrir frá þessu. Hún fór því í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð. Hún einangraði sig því heima en sleppti því að segja eiginmanni sínum og þremur börnum að hún væri með COVID-19. Þess í stað sagði hún þeim að hún væri með slæma inflúensu.
Tveimur vikum síðar viðurkenndi hún loks að hún væri smituð, það gerði hún skömmu fyrir stóra fjölskylduveislu. Hún hringdi þá í eiginmanninn og játaði að hún væri með COVID-19.
Henni gekk illa að losna við veiruna og í janúar fékk hún lungnabólgu. Fjölskylda hennar, eiginmaðurinn, 17 ára unglingur og fjögurra ára tvíburar fóru í sýnatöku en niðurstaðan var neikvæð. En tveimur vikum síðar greindust þau öll með veiruna en voru einkennalaus. Þá var ástand Verónica orðið svo slæmt að hún var lögð inn á sjúkrahús.
Nokkrum dögum síðar var eiginmaður hennar lagður inn á sjúkrahús og viku síðar létust hjónin. Í lok janúar létust öll börnin af völdum COVID-19.
Þetta sorglega mál varð til þess að heilbrigðisyfirvöld í Táchira hafa hert áróður sinn um notkun andlitsgríma og að fólk virði tveggja metra regluna.