fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna komst á braut um Mars í gær

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 06:30

Teikning sem sýnir Hope á braut um Mars. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimfarið Hope, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, komst á braut um Mars síðdegis í gær. Geimfarið notaði um 400 kíló af eldsneyti til að draga úr hraða sínum og komast á braut um plánetuna. Geimfarinu var skotið á loft í júlí en þetta er fyrsta geimfarið sem Arabaþjóð sendir geimfar út í geiminn.

Furstadæmin eru sjöunda ríki heims sem sendir geimfar til Mars. Til að komast á braut um plánetunnar þurfti að nota um helming þeirra 800 kílóa af eldsneyti sem voru um borð. Það þurfti að nota til að bremsa kröftuglega svo að geimfarið færi ekki fram hjá þeirri braut sem það átti að fara á. Það varð að lækka meðalhraðann úr um 121.000 km/klst í um 18.000 km/klst.

Verkefnið hefur fram að þessu kostað um 200 milljónir Bandaríkjadollara.

Hope verður á braut um Mars í 687 daga en það er eitt Mars-ár. Það á að rannsaka veðurfar á plánetunni en vonast er til að sú rannsókn muni valda straumhvörfum í rannsóknum á Mars og vitneskju okkar um plánetuna.

Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla ekki að láta staðar numið við þetta verkefni því þau hafa sett sér það markmið að koma upp varanlegri búsetu manna á Mars í síðasta lagi árið 2117.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Í gær

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester