Furstadæmin eru sjöunda ríki heims sem sendir geimfar til Mars. Til að komast á braut um plánetunnar þurfti að nota um helming þeirra 800 kílóa af eldsneyti sem voru um borð. Það þurfti að nota til að bremsa kröftuglega svo að geimfarið færi ekki fram hjá þeirri braut sem það átti að fara á. Það varð að lækka meðalhraðann úr um 121.000 km/klst í um 18.000 km/klst.
Verkefnið hefur fram að þessu kostað um 200 milljónir Bandaríkjadollara.
Hope verður á braut um Mars í 687 daga en það er eitt Mars-ár. Það á að rannsaka veðurfar á plánetunni en vonast er til að sú rannsókn muni valda straumhvörfum í rannsóknum á Mars og vitneskju okkar um plánetuna.
Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla ekki að láta staðar numið við þetta verkefni því þau hafa sett sér það markmið að koma upp varanlegri búsetu manna á Mars í síðasta lagi árið 2117.