fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Elsti Evrópubúinn – Lifði báðar heimsstyrjaldirnar af og COVID-19 – Fagnar 117 ára afmæli á morgun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 05:17

Systir André. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systir André, frönsk nunna og elsti núlifandi Evrópubúinn, er búin að ná sér af COVID-19. Það er því óhætt að segja að það sé sterkt í henni en hún fæddist 1905 og lifði því báðar heimsstyrjaldirnar af og nú heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Samkvæmt frétt franska dagblaðsins Var-Matin greindist systir André, sem var skírð Lucille Randon, með COVID-19 þann 16. janúar. Nú hefur hún náð sér af sjúkdómnum og getur því fagnað 117 ára afmælinu sínu á morgun. Hún býr á dvalarheimilinu SainteCatherine Labouré í Toulon en þar hefur hún búið síðan 2009.

Þegar hún var spurð hvort hún vildi afhjúpa leyndardóminn á bak við langlífið á síðasta ári svaraði hún: „Ég veit ekki um neinn leyndardóm. Ég hef upplifað margar þrengingar í lífinu. Ég var barn í fyrri heimsstyrjöldinni og þjáðist eins og aðrir. Það var ekki gaman. Það getur guð vitnað um.“

Hún fæddist inn í fjölskyldu sem var mótmælendatrúar en systir André snerist síðar til kaþólskrar trúar. Hún dvaldi í 30 ár á dvalarheimili í Marches í Frönsku Ölpunum áður en hún flutti til Toulon. Hún er næstelsta manneskja heims á eftir Japananum Kane Tanaka sem er 118 ára.

Á afmælisdaginn ætlar hún að ræða við ættingja sína í gegnum fjarfundabúnað og við Hubert Falco, borgarstjóra í Toulon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana