fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ný sjónvarpsþáttaröð um konungsfjölskylduna vekur óróa hjá sænsku hirðinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 07:00

Sænska konungsfjölskyldan. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konungsfjölskyldan hefur að sögn verið allt annað en sátt við sjónvarpsþáttaröðina The Crown sem fjallar um hana og það á ansi frjálslegan hátt að margra mati. Nú er röðin komin að sænsku konungsfjölskyldunni því nú á að fara að gera þáttaröð um hana og þeim fréttum er ekki tekið með mikilli gleði í konungshöllinni.

Dagens Nyheter skýrir frá þessu. Þegar Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi hirðarinnar, var spurð hvort þáttaröð sem þessi valdi áhyggjum var svarið: „Ég get svarað þessu almennt. Ég held að það sé alltaf ákveðinn órói hjá þeim sem á að fjalla um.“

Hún hefur rætt við handritshöfundinn, Åsa Lantz, um þáttaröðina en hún á að vera einhverskonar dramaheimildamyndaröð. Thorgren sagðist því vonast til að þeir hlutar hennar, sem verða sögulegir, verði nærri staðreyndum og sannleika en að það verði að virða að hvað við kemur dramanu þá megi fara frjálslega með hlutina.

Þegar hún var spurð hvort konungsfjölskyldan fagni þáttaröðinni var svarið: „Það fáum við að vita þegar þetta verður sýnt.“

Karl Gústav, konungur, verður aðalumfjöllunarefni þáttaraðarinnar en hann hefur komið við sögu í mörgum málum sem verða að teljast vera hneykslismál. Hann er meðal annars sagður hafa átt í ástarsambandi við þekkta söngkonu en hún hefur sjálf skýrt frá sambandi þeirra. Þá er hann margoft sagður hafa farið á nektardansstaði.

Það er sænska sjónvarpsstöðin TV4 sem framleiðir þættina í samvinnu við streymisveituna Cmore.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu