fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Pressan

Glæpamenn græða á vonum fólks um bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 23:00

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru nokkrar vikur síðan byrjað var að bólusetja Breta af fullum krafti gegn kórónuveirunni. Bólusetningarnar vekja að vonum vonir hjá fólki og hafa yfirvöld þurft að vara almenning við svikaskilaboðum, sem eru send sem smáskilaboð eða í tölvupósti, þar sem bóluefni eru boðin til sölu.  

Glæpamenn hafa sent eldra fólki og fólki, sem á undir högg að sækja í samfélaginu, skilaboð um að það sé fremst í bólusetningaröðinni. Skilaboðin líta að sögn mjög sannfærandi út, með merki breska heilbrigðiskerfisins, NHS, og hluti af skilaboðunum er tekin beint af heimasíðu NHS. Ef fólk ýtir á hlekkinn, sem fylgir skilaboðunum, endar það inni á heimasíðu þar sem boðið er upp á bókanir og lítur þetta allt vel út.

En auðvitað er ekki allt eins og það á að vera því fólk er beðið um bankaupplýsingar og stundum er það beðið um að greiða ákveðna upphæð til að fá bóluefnið. Í öðrum tilvikum hafa svikahrappar hringt í fólk, veitt persónulegar upplýsingar upp úr því og selt þær áfram til annarra glæpamanna sem hafa tæmt bankareikninga þess eða gert stórinnkaup í netverslunum.

Eitt mál, sem skýrt hefur verið frá, kom upp í Lundúnum þar sem ungur maður kom heim til 92 ára konu. Hann sprautaði hana með því sem hann sagði vera bóluefni gegn kórónuveirunni og krafði hana um 160 pund fyrir það. Hann sagði henni að hún myndi síðan fá upphæðina endurgreidda frá yfirvöldum.

Yfirvöld segja að umfang svikastarfsemi af þessu tagi sé í raun frekar lítið en fari vaxandi og óttast að það verið orðið mjög mikið í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort