fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

EuroStar rambar á barmi gjaldþrots – Bretar hafna því að ríkissjóður komi til aðstoðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 21:00

Það er rólegt hjá EuroStar þessa dagana. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar telja þetta vera á ábyrgð Frakka og Frakkar telja þetta vera á ábyrgð Breta. Hér er átt við lestarfyrirtækið EuroStar sem heldur uppi lestarsamgöngum á milli Lundúna, Parísar og Brussel um Ermarsundgöngin. Fyrirtækið á í svo miklum rekstrarerfiðleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar að ef ekkert verður að gert verður það gjaldþrota innan nokkurra mánaða.

EuroStar rekur háhraðalestir sem þjóta á milli fyrrnefndra stórborga og Amsterdam að auki. En svo gæti farið að fyrirtækið, sem hóf starfsemi 1994, leggi fljótlega upp laupana.

Frá því að heimsfaraldurinn skall á síðasta vor hefur fyrirtækið misst 95% viðskiptavina sinna. Núna eru aðeins farnar tvær ferðir á dag undir Ermarsund en í venjulegu árferði fer ein lest á hverjum klukkutíma. The Times segir að þær lestir, sem fara nú um göngin, séu oft nær tómar. „Hörmungar eru raunhæfur möguleiki,“ hefur Jacques Damas, forstjóri EuroStar, sagt við nokkra breska fjölmiðla. Ef fyrirtækið fær ekki meira fé eða ef samdrátturinn af völdum heimsfaraldursins snýst ekki við gæti saga fyrirtækisins endað í vor.

EuroStar er með höfuðstöðvar í Lundúnum og vill gjarnan fá ríkisstuðning eins og flugfélög og járnbrautarfyrirtæki í Bretlandi hafa fengið. Fyrirtækið bendir á að lestir séu umhverfisvænni en flugvélar og að það haldi uppi einu lestarsamgöngunum við hinar stórborgirnar frá Bretlandi.

Þegar fyrirtækið tók til starfa 1994 var það í eigu ríkisrekinna breskra, franskra og belgískra lestrarfélaga. Fyrir sex árum seldu Bretar 40% hlut sinn til einkafjárfesta og því á breska ríkið ekkert í félaginu lengur. Það eru fjárfestar og frönsku og belgísku lestrarfélögin sem eiga það. Eigendurnir hafa látið fyrirtækinu sem svarar til um 33 milljarða íslenskra króna í té að undanförnu til að halda því gangandi og að auki hefur fyrirtækið tekið lán upp á sem svarar til um 64 milljarða íslenskra króna.

En breska ríkisstjórnin er ekki á þeim buxunum að veita fé til fyrirtækisins og spyr af hverju breskir skattgreiðendur eigi að láta fyrirtækið fá sem svarar til um 16 milljarða íslenskra króna, eins og EuroStar vill, þegar það er í eigu annarra ríkja og fjárfesta. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð