fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Hafa teiknað upp þrjár sviðsmyndir fyrir kórónuveirufaraldurinn í Svíþjóð í vor – Hætta á öflugri þriðju bylgju

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 07:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk heilbrigðisyfirvöld, Folkhälsomyndigheten, hafa dregið upp þrjár mismunandi sviðsmyndir um framvindu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Það er óhætt að segja að þar standi góðar fréttir ekki í röð, þvert á móti. Folkhälsomyndigheten birti skýrslu um þetta á fimmtudaginn en hún er unnin á grunni þróunar faraldursins í Svíþjóð síðustu fimm mánuði.

Í henni er reiknað út hvernig ný og meira smitandi afbrigði veirunnar, til dæmis þau sem eru kennd við England og Suður-Afríku, geti breiðst út og aukið fjölda smita. Í versta falli, samkvæmt verstu sviðsmyndinni, þá getur þriðja bylgja faraldursins skollið á og orðið verri en þær tvær fyrri.

„Þriðja bylgjan veltur á auknum samskiptum fólks eða blöndu af auknum samskiptum og útbreiðslu stökkbreytts og meira smitandi afbrigði veirunnar,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Samkvæmt svörtustu spánni þá mun þriðja bylgjan skella á í mars, óháð því hvort nýja afbrigðið er 30 eða 50% meira smitandi en „gamla afbrigðið“. Ef það er 50% meira smitandi afbrigði sem breiðist út þá vonast yfirvöld til að hægt verði að halda samskiptum fólks í lágmarki en ef það tekst ekki mun bylgjan verða mjög stór í mars og apríl, með fleiri smitum en áður hafa sést.

Hinar tvær spárnar eru aðeins skárri. Ef samskipti fólks á aldrinum 20 til 69 ára aukast hægt og rólega og ná því stigi sem var í haust mun fjöldi daglegra smita dragast saman og verða um 2.000 á dag, jafnvel þótt 30% meira smitandi afbrigði nái undirtökum í samfélaginu.

Besta spáin miðast við að það takist að halda samfélagslegri virkni í algjöru lágmarki og fólk haldi sig fjarri öðru fólki. Ef það tekst mun faraldurinn því sem næst lognast út af í vor og það jafnvel þótt 50% meira smitandi afbrigði nái undirtökum.

Um 600.000 Svíar hafa greinst með veiruna og rúmlega 12.000 hafa látist af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur