fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Ákærð fyrir að hella sjóðandi vatni á kærastann – Birti upptöku á Snapchat

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 21:00

Alexis Sykes. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ákærurnar á hendur fröken Sykes eru mjög alvarlegar,“ sagði Robert Berlin, saksóknari í DuPage County í Illinois í Bandaríkjunum um mál Alexis Sykes, 22 ára, sem situr nú í gæsluvarðhaldi. Hún er grunuð um að hafa hellt sjóðandi vatni yfir unnusta sinn á meðan hann svaf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Fram kemur að ekki sé nóg með að það sé nógu slæmt að hafa gert þetta, þá hafi hún ekki komið honum til hjálpar heldur tekið þetta upp á myndband og deilt því á Snapchat.

Hún neitaði einnig að aka honum á sjúkrahús og faldi bíllyklana á meðan „húðin datt af handleggjum hans“.

„Ég hef smávegis samviskubit því hann fékk annars og þriðja stigs brunasár frá andliti niður að mitti og hann var lagður inn á sjúkrahús í skyndi. En já, svona getur gerst,“ skrifaði Sykes við myndbandið, sem hún birti á Snapchat, að því er segir í ákærunni.

Hún skrifaði einnig að kærastinn hafi grátbeðið hana um að aka sér á sjúkrahús en það vildi hún ekki. Honum tókst að finna bíllyklana og koma sér sjálfur á sjúkrahús þar sem alvarleiki áverka hans kom í ljós. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð og húðágræðslu.

„Að hella sjóðandi vatni yfir sofandi mann hefur alvarlega og sársaukafulla áverka í för með sér eins og kom í ljós í þessu máli,“ er haft eftir Berlin.

Ekki hefur komið fram af hverju Sykes hellti vatninu yfir kærastann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð