fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ákærð fyrir að hella sjóðandi vatni á kærastann – Birti upptöku á Snapchat

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 21:00

Alexis Sykes. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ákærurnar á hendur fröken Sykes eru mjög alvarlegar,“ sagði Robert Berlin, saksóknari í DuPage County í Illinois í Bandaríkjunum um mál Alexis Sykes, 22 ára, sem situr nú í gæsluvarðhaldi. Hún er grunuð um að hafa hellt sjóðandi vatni yfir unnusta sinn á meðan hann svaf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Fram kemur að ekki sé nóg með að það sé nógu slæmt að hafa gert þetta, þá hafi hún ekki komið honum til hjálpar heldur tekið þetta upp á myndband og deilt því á Snapchat.

Hún neitaði einnig að aka honum á sjúkrahús og faldi bíllyklana á meðan „húðin datt af handleggjum hans“.

„Ég hef smávegis samviskubit því hann fékk annars og þriðja stigs brunasár frá andliti niður að mitti og hann var lagður inn á sjúkrahús í skyndi. En já, svona getur gerst,“ skrifaði Sykes við myndbandið, sem hún birti á Snapchat, að því er segir í ákærunni.

Hún skrifaði einnig að kærastinn hafi grátbeðið hana um að aka sér á sjúkrahús en það vildi hún ekki. Honum tókst að finna bíllyklana og koma sér sjálfur á sjúkrahús þar sem alvarleiki áverka hans kom í ljós. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð og húðágræðslu.

„Að hella sjóðandi vatni yfir sofandi mann hefur alvarlega og sársaukafulla áverka í för með sér eins og kom í ljós í þessu máli,“ er haft eftir Berlin.

Ekki hefur komið fram af hverju Sykes hellti vatninu yfir kærastann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið