fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Eins árs afmælið fór algjörlega úr böndunum – 123 gestir og blóðug slagsmál

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar á síðast ári var boðið til veislu í samkomuhúsi í Sønderborg í Danmörku til að fagna eins árs afmæli barns af bosnískum uppruna. Boðið var upp á lifandi tónlist, dans, mat og drykki, áfenga sem og óáfenga. En veislan endaði slagsmálum og látum og nú eru fjórir karlar og ein kona fyrir dómi vegna málsins.

JydskeVestkysten skýrir frá þessu. Fram kemur að réttarhöldin hafi hafist á þriðjudaginn en hin ákærðu hafi ekki munað mikið eftir atburðum kvöldsins. Hin ákærðu eru foreldrar afmælisbarnsins, móðurafi þess og tveir vinir foreldranna. Engin gat sagt hver lamdi hvern en ákæruvaldið telur að þau hafi, ásamt fleirum, ráðist á einn gest með höggum og spörkum. Sjö tennur brotnuðu í honum, hann fékk skurð á augabrún sem þurfti að sauma og einnig fékk hann glóðarauga.

„Það var blóð, mikið af blóði. Líklega einn lítri,“ sagði fórnarlambið fyrir dómi.

Allir gestirnir í veislunni þekkjast en allir eru í félagi Bosníumanna á Suður-Jótlandi. Málið hefur sett mikið mark á samfélag þeirra og mun væntanlega gera áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga