Á heimsvísu hafa rúmlega 142 milljónir stúlkna „horfið“ síðustu 50 ár. Samkvæmt því sem mannfjölgunarsjóður SÞ, UNFPA, segir í skýrslu um málið þá eru helstu skýringarnar á þessu fóstureyðingar eða vanræksla sem veldur dauða þeirra.
Á Indlandi er það ekki algilt um allt land að fólk vilji heldur eignast drengi en þetta er sérstaklega algengt í norðurhluta landsins. Í sumum héruðum þar fæðast allt að 120 drengir á móti hverjum 100 stúlkum.
Í skýrslu SÞ kemur fram að ástæðan fyrir þessu er að á sumum svæðum á Indlandi er sú trú rótgróin að drengir vaxi úr grasi og skaffi mat á borðið en aðeins kostnaður fylgi stúlkum og þær séu byrði á fjölskyldu sinni.