fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Skotar hafa orðið af 500 milljónum punda – Vegna tolla á viskí í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 18:00

Það fer minna af skosku viskíi til Bandaríkjanna nú en áður. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoskir viskíframleiðendur segjast hafa orðið af viðskiptum upp á 500 milljónir punda  vegna tolla sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt á framleiðslu þeirra.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að nýja útflutningstölur sýni að útflutningur á skosku viskíi hafi dregist saman um rúmlega þriðjung frá því að 25% tollur var lagður á það í október 2019. Tollarnir voru upphaflega lagðir á af ríkisstjórn Donald Trump sem refsiaðgerð vegna ríkisstyrkja Evrópuríkja til flugvélaframleiðandans Airbus.

Samtök skoskra viskíframleiðenda segja að framleiðendurnir séu enn að greiða dýru verði deilur tengdar flugiðnaðinum, deilur sem tengist þeim ekki á neinn hátt. Formaður samtakanna sagði að það væru bæði litlir og stórir framleiðendur sem verði fyrir barðinu á tollunum en Bandaríkin hafa áratugum saman verið stærsti og verðmætasti markaðurinn fyrir viskí frá Skotlandi. Hugsanlega muni hann aldrei jafna sig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum
Pressan
Í gær

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari