fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Kjarnorkuknúið geimfar gæti stytt ferðatímann til Mars mikið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 21:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA stefnir að því að senda fólk til Mars fyrir árið 2035. En það er ekki einfalt mál að komast til mars og mun krefjast mikillar tækni, bæði ferðalagið sjálft og dvölin á Mars.

Það er kaldara á Mars en Suðurskautinu og lítið sem ekkert súrefni og umhverfið allt mjög erfitt fyrir fólk að lifa í. Ferðalagið þangað er heldur ekki hættulaust og þeim mun lengur sem það varir og þeim mun lengur sem geimfararnir dvelja á Mars, þeim mun meiri hættu eru þeir í.

Vísindamenn hafa því verið að skoða mögulegar leiðir til að stytta ferðatímann. Fyrirtækið Ultra Safe Nuclear Technologies (USNCTech) hefur lagt til að nota kjarnorkuknúið geimfar en það myndi stytta ferðatímann niður í þrjá mánuði en talið er að mönnuð geimferð til Mars taki að minnsta kosti níu mánuði. CNN skýrir frá þessu.

Eldflaugin myndi nota úran til að mynda hita sem hitar síðan eldsneyti sem breytist í gas sem skýst út um afturenda geimfarsins/eldflaugarinnar og knýr áfram. Með þessari tækni væri hægt að koma fólki til Mars og heim aftur á undir tveimur árum í stað þriggja. En ein stærsta áskorunin við að smíða vél sem þessa er að finna eldsneyti sem þolir gríðarlegan hitann inni í kjarnorkuhreyfli. USNCTech telur sig hafa leyst þetta vandamál með því að búa til eldsneyti sem þolir allt að 2.425 gráðu hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim