fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Handtóku 80 meðlimi glæpasamtaka sem seldu fölsuð bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 80 meðlimir glæpasamtaka voru handteknir í Kína nýlega en samtökin eru grunuð um að hafa selt fölsuð bóluefni gegn kórónuveirunni. Salan fór fram bæði innanlands og utan.

Sky News skýrir frá þessu. Það var samvinnuverkefni lögreglunnar í Peking, Jiangsu og Shandong sem varð til þess að hægt var að stöðva söluna og handtaka meðlimi samtakanna. Sky News segir að samkvæmt fréttum kínverskra ríkisfjölmiðla þá hafi samtökunum verið stýrt frá Hong Kong og að þau hafi selt fölsuð bóluefni síðan í september. Hald var lagt á rúmlega 3.000 skammta af fölsuðu bóluefni.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að kínversk yfirvöld hafi tilkynnt um málið til þeirra landa sem samtökin höfðu selt bóluefni til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann