fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Dæmdur fyrir að taka myndir af pari í baði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piltur frá norðanverðu Sjálandi í Danmörku var nýlega dæmdur í 10 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið myndir af pari sem fór saman í bað.

Pilturinn stóðst ekki freistinguna að taka myndir í gegnum rifu undir baðherbergisdyrunum þegar ungt par, 15 og 16 ára, fór saman í bað. Þetta gerðist í heimavistarskóla sem þau voru öll nemendur í. Þetta gerðist síðasta haust.

En pilturinn, sem er 17 ára, vildi greinilega fá fleiri myndir og reyndi því að ná fleiri myndum með annarri aðferð. Hann skildi snyrtitösku sína eftir inni á baðherberginu og hafði komið farsímanum þannig fyrir að hann tók upp það sem fram fór í sturtunni. Hann vissi að unga parið ætlaði í sturtu á eftir honum.

En parið rak augun í snyrtitöskuna og fann farsímann í henni. Þau skoðuðu innihald símans og fundu þar upptöku af þeim sjálfum nöktum. Á þeim sáust brjóst stúlkunnar og kynfæri piltsins.  Upp úr þessu fór boltinn að rúlla og kæra var lögð fram hjá lögreglunni.

Pilturinn játaði sök og var sem fyrr segir dæmdur í 10 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf einnig að greiða parinu samtals 10.000 danskar krónur í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt