fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Sérfræðingar segja ESB að hætta að reyna að fá bóluefnin ódýrt – Dýrt að fá þau ekki

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 07:45

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo dýrt að vera með umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir í gangi að það gefur enga meiningu að prútta um verðið á bóluefnum gegn kórónuveirunni. Þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi kosta að minnsta kosti 5% af vergri þjóðarframleiðslu að mati hagfræðinga.

Clemens Fuest, stjórnandi Ifo stofnunarinnar í München í Þýskalandi, er einn þeirra sem er ósáttur við hversu illa það gengur að afla bóluefna og dreifa þeim. „ESB ætti að greiða framleiðendunum bónus fyrir hvern skammt sem er afhentur fyrr en samið var um. Það myndi auka kostnaðinn um milljarða evra en það væri þess virði því það er miklu ódýrara en að halda sóttvarnaaðgerðunum áfram og loka þar með mikilvægum hluta af efnahagslífi Evrópu,“ sagði hann að sögn Jótlandpóstsins.

Verg þjóðarframleiðsla aðildarríkja ESB er 14 billjónir evra á ári eða 270 milljarðar evra á viku.

„Það getur verið erfitt að leggja mat á annan kostnað en hann getur verið mjög hár til langs tíma litið. Hver er raunkostnaðurinn við að hafa skóla lokaða? Hvað kosta þau mannslíf sem tapast vegna skorts á bóluefnum?“ spurði Fuest.

Hann hefur í samvinnu við Daniel Gros, forstjóra hugveitunnar Centre for European Policy Studies, reiknað út efnahagslegan kostnað við langvarandi sóttvarnaaðgerðir. „Hver aukaskammtur af bóluefni, sem verður afhentur 2021, er talin vera að verðmæti 1.500 evra. Hæsta verð sem greitt er fyrir einn skammt er 15 evrur. Allir sjá að það er fjárhagslegur ávinningur af því að verðlauna framleiðendurna með því að greiða bónus fyrir hvern skammt sem er afhentur fyrir umsaminn tíma,“ segja þeir í minnisblaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Í gær

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadamenn minna á góðvild sína á dimmasta degi Bandaríkjanna

Kanadamenn minna á góðvild sína á dimmasta degi Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir