Þetta er 17% aukning frá árinu áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins sem var birtur á þriðjudaginn. Velta fyrirtækisins jókst um 12,8% á síðasta ári en hún hafði aukist um 20% á ári árum saman.
Skýringuna á minni vexti en áður má rekja til sóttvarnaaðgerða sem gripið var til á fyrsta og öðrum ársfjórðungi víða um heim.
80% tekna fyrirtækisins koma af auglýsingum, meðal annars á leitarvélum Google og Gmail og YouTube. Fyrirtækið hagnast einnig á sölu appa fyrir farsíma sem eru seld í Google Play, á Chromecast og Google Play Music.