CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að smitsjúkdómastofnunin hvetji þó til varkárni við túlkun á tölunum þar sem gögnin, sem þær eru unnar upp úr, séu ekki alveg nægilega góð og það vanti upp á þau. 64 ríki og yfirráðasvæði hafa fengið bóluefni og það hafa fimm alríkislögsögusvæði einnig fengið. Öll hafa þau skráð aldur og kyn þeirra sem hafa verið bólusettir til þessa en aðeins rétt rúmlega helmingur hefur skráð kynþátt eða uppruna fólks.
Gögn um notkun tæplega 13 milljóna skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni voru skoðuð en þau voru notuð á tímabilinu frá 14. desember til 14. janúar. Af þeim sem voru bólusettir og vitað er um kynþátt þá voru 60,4% hvítir, 11,5% af suður-amerískum uppruna, 6% af asískum uppruna, 5,4% svartir og 14,4% af blönduðum uppruna.
Í Bandaríkjunum er dánartíðnin af völdum COVID-19 1,5 sinnum hærri hjá svörtum en hvítum og hjá fólki af suður-amerískum uppruna er dánartíðnin 1,2 sinnum hærri en hjá hvítum.