Dönsk stjórnvöld tilkynntu í gær um svipaða fyrirætlun sína en Illeborg segir að ástæðan fyrir að fylgst sé sérstaklega vel með Íslandi sé að landið sé kjörið sem tilraunaland fyrir vegabréf sem þessi og til að sjá hvort þau virki eins og stefnt er að. Ástæðan sé fámennið, það geri mögulegt að bólusetja alla hratt og þar með gefa út bólusetningavegabréf. B.T. skýrir frá þessu.
Hann sagði jafnframt að Íslendingar sjái tækifæri í þessu og ekki sé að sjá almenna óánægju með að verið sé að skipta þjóðinni í tvennt með þessu, bólusetta og óbólusetta. Þess í stað telji flestir Íslendingar bólusetningavegabréfið vera gott tæki til að opna samfélagið hraðar.