fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Borðuðu 30 kíló af appelsínum til að sleppa við að greiða yfirvigt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 07:00

Appelsínur í miklu magni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fjórir vinnufélagar voru á heimleið úr viðskiptaferð í kínversku borginni Kunming kom babb í bátinn þegar kom að innritun í flugið. Fjórmenningunum hafði þótt snilldarráð að taka 30 kíló af appelsínum með heim.

En þegar þeim var sagt að það myndi kosta þá sem nemur um 6.000 íslenskum krónum að taka appelsínurnar með sem yfirvigt þá voru góð ráð dýr. Þeir leystu málið hið snarasta með því að borða allar appelsínurnar. Global Times skýrir frá þessu.

Fjórmenningarnir voru ekki lengi að innbyrða allar appelsínurnar. „Við stóðum bara þarna og borðuðum þær allar. Það tók 20 til 30 mínútur,“ sagði einn fjórmenninganna.

Þeir sluppu því við að greiða fyrir yfirvigt en þetta var samt ekki alveg sársaukalaust fyrir þá. Sýran í appelsínunum gerði að verkum að þeir fengu stór sár í munninn og einn þeirra segist hafa fengið nóg af appelsínum fyrir lífstíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt