fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Telja sig hafa leyst dularfullt mál sem margar samsæriskenningar hafa verið settar fram um

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 06:55

Þessi mynd var tekin á vettvangi af leitarmönnum fyrir 62 árum. Mynd:CC0 1.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningar eru ekki nýtt fyrirbrigði og þær er að finna víðar en í Bandaríkjunum, þar sem þær eru kannski einna algengastar. Nokkrar rússneskar má rekja allt aftur til 1959 en þá létust níu skíðamenn á dularfullan hátt í Úralfjöllunum.

Margar kenningar hafa verið settar fram um dauða þeirra og hefur sökinni meðal annars verið varpað á geimverur og snjómanninn ógurlega. En niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að líklega hafi allt annað og mun jarðbundnara orðið fólkinu að bana. Live Science skýrir frá þessu.

Skíðamennirnir höfðu slegið upp tjöldum í brekku einni en lifðu nóttina ekki af. Leit hófst síðan og fannst tjald þeirra og hafði það verið skorið upp innan frá. Lík mannanna fundust síðan í nærliggjandi skógi. Sumir höfðu höfuðkúpubrotnað og rifbeinsbrotnað, í suma vantaði augun og tunguna vantaði í eina konu en líklegt er talið að rándýr hafi bitið hana úr henni.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá varð snjóflóð fólkinu líklega að bana. Sú kenning hafði áður verið útilokuð þar sem við rannsókn á vettvangi fundust engin ummerki um snjóflóð. Það var ekki nægur halli á brekkunni að mati rannsakenda og snjóflóðið átti fyrst að hafa fallið þegar fólkið svaf, mörgum klukkustundum eftir að það hafði lokið við að grafa í snjóinn og slá upp búðum. Þá var bent á að áverkarnir á líkunum hafi ekki verið dæmigerðir fyrir áverka eftir snjóflóð.

Í nýju rannsókninni var notast við veðurfarsgögn og hermilíkan snjóflóða til að reikna út líkurnar á snjóflóði. Hermilíkanið bendir til að snjókoma dagana eftir slysið hafi verið nægilega mikið til að hylja ummerki um snjóflóð og fylla upp í það skarð sem myndaðist í brekkunni þegar flóðið féll.

Hvað varðar það að snjóflóðið hafi þá ekki fallið fyrr en mörgum klukkustundum eftir að fólkið lauk greftri og sló upp búðum telja vísindamennirnir að vindurinn hafi feykt snjó yfir búðirnar þar til heildarþunginn var orðinn svo mikill að snjóflóð fór af stað. Áverkarnir á líkunum geta hafa orðið til þegar frosnir snjókögglar lentu á tjaldinu.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature. Vonast vísindamennirnir til að niðurstöðurnar geti orðið til þess að leysa málið, jafnvel þótt þær séu kannski eins spennandi og kenningar um geimverur eða snjómanninn ógurlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump brjálaður eftir nýjasta þátt 60 Minutes og missti sig á samfélagsmiðlum

Trump brjálaður eftir nýjasta þátt 60 Minutes og missti sig á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum