fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ein sérstök ástæða gerði að verkum að Trump hringdi alltaf í Melania að kosningafundum loknum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 05:20

Melania og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafði lokið sér af á sviðinu á kosningafundum sínum, þar sem mörg þúsund manns komu saman til að hlýða á hann, var eitt það fyrsta sem hann gerði að taka farsímann upp og hringja í eiginkonu sína, Melania. Þetta gerði hann eftir hvern einasta kosningafund og fyrir þessu var sérstök ástæða.

Þetta segir Stephanie Winston Wolkoff, fyrrum ráðgjafi Melania, í hlaðvarpinu Hollywood Life. „Hann hringdi til hennar, óháð því hvar hún var og það fyrsta sem hann sagði var: „Hæ elskan, hvernig var þetta hjá mér?“ Eins og hann vildi fá blessun hennar,“ segir hún.

Hún segir að fyrir þessu hafi verið ein ákveðin ástæða. „Ég held að þetta hafi verið þeirra aðferð við að sýna hvort öðru kærleika, að hún segði honum hversu yndislegur og frábær hann er.“

Melania var ekki til staðar á mörgum kosningafundum Trump síðustu árin en hún veitti honum alltaf stuðning á bak við tjöldin segir Wolkof. „Hún sagði hreinskilnislega sína skoðun en hún gætti einnig að því að dásama framkomu hans og hrósa henni því það er það sem hann vill.“

Wolkof lét af störfum í Hvíta húsinu 2018 og hefur  eftir það skýrt frá sambandi sínu við Melania og gefið út bókina „Melania and Me: The Rise and Fall of My Friendship with the First Lady“. Í bókinni skýrir hún frá mörgu varðandi samband þeirra og því þarf ekki að furða að samband þeirra er ekki gott í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti