Þetta segir Stephanie Winston Wolkoff, fyrrum ráðgjafi Melania, í hlaðvarpinu Hollywood Life. „Hann hringdi til hennar, óháð því hvar hún var og það fyrsta sem hann sagði var: „Hæ elskan, hvernig var þetta hjá mér?“ Eins og hann vildi fá blessun hennar,“ segir hún.
Hún segir að fyrir þessu hafi verið ein ákveðin ástæða. „Ég held að þetta hafi verið þeirra aðferð við að sýna hvort öðru kærleika, að hún segði honum hversu yndislegur og frábær hann er.“
Melania var ekki til staðar á mörgum kosningafundum Trump síðustu árin en hún veitti honum alltaf stuðning á bak við tjöldin segir Wolkof. „Hún sagði hreinskilnislega sína skoðun en hún gætti einnig að því að dásama framkomu hans og hrósa henni því það er það sem hann vill.“
Wolkof lét af störfum í Hvíta húsinu 2018 og hefur eftir það skýrt frá sambandi sínu við Melania og gefið út bókina „Melania and Me: The Rise and Fall of My Friendship with the First Lady“. Í bókinni skýrir hún frá mörgu varðandi samband þeirra og því þarf ekki að furða að samband þeirra er ekki gott í dag.