fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Erdogan herðir tökin enn frekar – Gerir mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa í Tyrklandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. janúar 2021 08:00

Erdoğan, Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrknesk yfirvöld herða nú enn tökin í Tyrklandi þar sem Racep Tayyip Erdogan, forseti, fer í raun með völdin, til að brjóta alla andstöðu við forsetann niður. Samkvæmt nýjum lögum geta yfirvöld nú takmarkað starfsemi mannréttindasamtaka og annarra samtaka sem eru í raun kjarninn í þeirri litlu stjórnarandstöðu sem enn er til staðar í landinu. Samkvæmt lögunum geta yfirvöld bannað starfsemi þeirra með vísun til hættu á að þau hyggi á hryðjuverk.

Forsvarsmenn ýmissa samtaka óttast að þetta muni í raun gera þeim ókleift að starfa í Tyrklandi. Nýlega var formaður tyrknesku deildar Amnesty International dæmdur í sex ára fangelsi fyrir óljósar sakir.

Ekki er langt síðan Can Dündar, fyrrum aðalritstjóri Cumhuriet, sem er dagblað stjórnarandstöðunnar, var dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Hann var fundinn sekur um að hafa skýrt frá hernaðarleyndarmálum í dagblaðinu. Hann var dæmdur að sér fjarstöddum en hann hefur verið í útlegð í Berlín í nokkur ár. Á Twitter sagði Dündar að nýju lögin séu enn einn liðurinn í fyrirætlunum Erdogan um að hrifsa öll völd til sín og tryggja að hann sé einráður í landinu.

Samkvæmt nýju lögunum fær innanríkisráðuneytið heimild til að setja eigið fólk í stjórnir allra samtaka sem starfa í Tyrklandi. Þannig geta yfirvöld lokað fyrir ákveðna starfsemi og strangt eftirlit verður með starfseminni og samtökin munu eiga erfitt með að afla sér fjár.

Það er orðið staðlað orðalag hjá tyrkneskum yfirvöldum að vísa til hættunnar á hryðjuverkum í tengslum við þær aðgerðir sem gripið er til í landinu til að styrkja stöðu og tök Erdogan sem er í raun einræðisherra í landinu. Í ræðum sínum veitist hann reglulega að „hryðjuverkamönnum“ og á þá oftast við þá sem hann telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun í landinu 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“