fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Dómur vekur mikla reiði – Segir að káf sé ekki kynferðisbrot ef fórnarlambið er í fötum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. janúar 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlegur dómur sem Pushpa Ganediwala, dómari við hæstarétt í Bombay á Indlandi, kvað upp hefur vakið mikla reiði. Samkvæmt dómnum þá er það ekki kynferðisbrot ef káfað er á börnum ef þau eru í fötum.

Samkvæmt frétt CNN þá snerist málið um ákæru á hendur 39 ára karlmanni sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku. Hann hafði káfað á henni en ekki afklætt hana og því snerti hann húð hennar aldrei. Þetta taldi dómarinn gera að verkum að ekki væri um kynferðisbrot að ræða.

Samkvæmt dómsskjölum þá átti þetta sér stað 2016. Maðurinn fékk stúlkuna með sér inn á heimili sitt undir því yfirskini að hann ætlaði að gefa henni ávöxt. Eftir að inn var komið þreifaði hann á brjóstum hennar og reyndi að klæða hana úr nærfötunum. Undirréttur fann hann sekan um kynferðisbrot og dæmdi hann í þriggja ára fangelsi. Þeim dómi áfrýjaði hann og komst Ganediwala að þeirri niðurstöðu að ekki væri um kynferðisbrot að ræða. Í dómsorði sagði hún að vegna þess hversu þungar refsingar liggi við kynferðisbrotum verði að gera kröfur um enn meiri sannanir í málum af þessu tagi.

Í lögum frá 2012 um kynferðisbrot gegn börnum er ekki kveðið sérstaklega á um að húð fórnarlambsins og gerandans þurfi að snertast til að um brot sé að ræða.

Ganediwala sýknaði manninn af ákæru um kynferðisbrot en sakfelldi hann fyrir áreitni og dæmdi hann í eins árs fangelsi.

Dómurinn hefur vakið mikla reiði mannréttindasamtaka og fleiri enda er hann fordæmisgefandi og verða aðrir dómstólar í landinu að fylgja fordæmi hans. Kynferðislegt ofbeldi er mikið vandamál á Indlandi og eru afbrotin oft hrottaleg. Samkvæmt opinberum tölum frá 2018 er nauðgun á konum kærð á 16 mínútna fresti. Þá eru ótaldar allar nauðganirnar sem ekki er tilkynnt um eða eru kærðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð