CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að frá 2015 hafi rafmagn framleitt með vind- og sólarorku hafi nær tvöfaldast í Evrópusambandinu. Það hafi á síðasta ári staðið undir fimmtungi raforkuframleiðslu í ESB. Þetta hafi átt sinn þátt í að kolanotkun hafi minnkað um 20% á síðasta ári og aðeins verið 13% af þeirri orku sem var notuð til raforkuframleiðslu.
Dave Jones, hjá Ember er aðalhöfundur skýrslunnar. CNN hefur eftir honum að Evrópa treysti nú á vind- og sólarorku til að binda endi á kolanotkun árið 2030 og til að binda endi á gasnotkun og til að koma í stað kjarnorkuvera sem á að loka.
Sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar drógu úr eftirspurn eftir rafmagni um allan heim. Í Evrópu dróst eftirspurnin saman um 4%.