fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Milljónamæringur tróðst fram fyrir í bólusetningarröðinni – Er að verða honum dýrkeypt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 22:30

Rodney og Ekaterina Baker. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski milljónamæringurinn Rodney Baker og eiginkona hans, Ekaterina, voru nýlega sektuð um 2.300 kanadíska dollara fyrir brot gegn lýðheilsureglum. Þau flugu til afskekkts þorps til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þau tróðu sér þar fram fyrir gamalt fólk af frumbyggjaættum sem átti að fá bólusetningu.

The Guardian segir að hjónin hafi leigt sér flugvél til að flytja þau til Beaver Creek, sem er 100 manna þorp í Yukon, en þar var bólusetningarteymi að bólusetja fólk með bóluefninu frá Moderna.

Hjónin þóttust vera starfsmenn á hóteli á svæðinu og voru því bólusett. Þau voru síðan handtekin á flugvellinum í Whitehorse þegar þau ætluðu heim á leið til Vancouver. Þau voru sektuð fyrir að brjóta gegn lýðheilsulögum Yukon en sveitarstjórnarmenn á svæðinu telja sektina ekki skipta miklu máli fyrir svona efnað fólk.

Í yfirlýsingu frá Kluane Adamek, svæðisstjóra frumbyggjaráðs Yukon, segir að það sem hjónin gerðu sé augljóst dæmi um sjálfselsku og vanvirðingu og gott dæmi um forréttindi og réttindi, sjálfselskur milljónamæringur og eiginkona hans hafi stolið bóluefni frá viðkvæmum þjóðfélagshópi og stefnt samfélaginu öllu, þjóðinni og héraðinu í hættu.

Marc Miller, sem fer með málefni frumbyggja í ríkisstjórn landsins, sagðist fullur „viðbjóðs“ yfir hegðun hjónanna.

Í kjölfar frétta af framferði hjónanna lét Baker af störfum sem forstjóri Great Canadian Gaming Corporation sem rekur veðhlaupabrautir og spilavíti víða um landið. The Globe and Mail segir að hann hafi hagnast um 46 milljónir dollara á síðust 13 mánuðum á hlutabréfum sínum í fyrirtækinu. Einnig er reiknað með að hann fái 28 milljónir í sinn hlut síðar á árinu þegar gengið verður frá sölu fyrirtækisins.

Þrátt fyrir að margir krefjist þyngri refsingar yfir hjónunum er óljóst hvort hægt sé að refsa þeim meira. Heilbrigðisráðuneyti British Columbia hefur lýst því yfir að hjónin fái ekki síðari sprautuna af bóluefninu á næstunni og fái ekki bólusetningu fyrr en seint í sumar þegar röðin kemur að þeirra aldurshópi.

Yfirvöld í Yukon hafa þó tilkynnt að hjónunum hafi verið stefnt fyrir dóm vegna brota á því að fara í 14 daga sóttkví við komuna til Yukon og fyrir að hafa sagt ósatt um erindi sitt til héraðsins. Ef þau verða sakfelld eiga þau allt að sex mánaða fangelsi yfir höfði sér. Lögreglan hefur einnig staðfest að hún sé að rannsaka mál hjónanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga