The Columbus Dispatch skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið öryggisvörður sem kom að henni látinni. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna að þetta gerðist um klukkan 23.30 á mánudag í síðustu viku.
„Hún reyndi að taka kortið sitt upp með því að opna dyrnar og halla sér út. Fyrir mistök steig hún á bensíngjöfina og bíllinn fór áfram og höfuð hennar lenti á kortavélinni,“ segir í yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér.
Hún fannst ekki fyrr en um sex klukkustundum síðar og var þá látin.