fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Greip til skelfilegrar lygi til að komast hjá því að lenda í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 19:00

Heather McCarthy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skelfileg lygi,“ sagði breski dómarinn Paul Lawton nýlega þegar hann komst að því að Heather McCarthy, 33 ára, hafði logið að honum til að forðast að lenda í fangelsi í átta mánuði.

Samkvæmt frétt Manchester Evening News sagði hún dómaranum að hún væri nýbúin að eignast barn þegar hún var fundin sek um að hafa falsað tímaskráningar sínar en hún starfaði hjá vinnumiðlun. Með þessu hafði hún fengið 7.700 pund greidd í laun, peninga sem hún hafði ekki unnið fyrir. Hún notaði hluta af peningunum til að kaupa kókaín.

Hún brast í grát þegar dómur var kveðinn upp yfir henni og sagðist vera nýbúin að eignast barn og að hún þyrfti að annast það. Hún sagðist jafnframt þjást af fæðingarþunglyndi og að hún hefði ekki sagt neinum frá því að hún væri barnshafandi. Lawton dæmdi hana því í skilorðsbundið fangelsi í stað óskilorðsbundins. „Ég vil ekki taka barnið þitt af þér,“ sagði hann þegar hann kvað dóminn upp í nóvember á síðasta ári.

Það komst hins vegar upp um lygi Heather þegar fjölmiðlar sögðu frá máli hennar. Í kjölfarið fékk lögreglan ábendingu og hóf rannsókn á því. Í fyrstu reyndi Heather að halda því að hún gæti staðfest að hún hefði eignast barn með því að leggja fram skírnarvottorð. En hún brotnaði síðan saman í yfirheyrslu og játaði lygina.

„Ég sagði þér að ég tryði orðum þínum því ég gat ekki ímyndað mér að neinn kæmi með svona hneykslanlega lygi,“ sagði Lawton þegar Heather kom fyrir réttinn í síðustu viku.

Hún hafði áður hlotið dóma 2011 og 2017 fyrir svipuð fjársvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár